Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/122

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

118

Við verðum tvær jöklasóleyjar á einmana stað uppi á öræfunum, þar sem koss sólarinnar sleppir ekki rauðum blöðunum, fyr en laufvindarnir dreifa þeim um mölina.

Kyssir hana á ennið — þau komast ósjálfrátt í sömu stellingar, sem þá er þau stóðu á flugábreiðunni.

Og þá fljúgum við bæði, hvert á land sem við viljum — í fuglalíki, en með mannssál í augunum.

Dísa

Góði Loftur, komdu nú með mjer heim.

Loftur

sokkinn niður í hugsanir sínar.

Ef til vill get jeg líka á þann hátt öðlast frið. Ef til vill hefur hið góða og illa í byrjun tímans streymt frá sömu lind — og ef til vill sameinast straumarnir aftur.

Dísa

ráðalaus.

Jeg fer inn og kalla á pabba, og segi honum, að okkur þyki vænt hvoru um annað. Komdu með mjer.

Loftur

Far þú óhrædd inn.

Rómurinn verður sterkari.