Þessi síða hefur verið prófarkalesin
119
Jeg verð að vera einn. Jeg kem, þegar sigurinn er unninn.
- Það heyrist fótatak.
Dísa og Loftur hlusta ósjálfrátt.
Dísa
Það er pabbi!
Ólafur
- kemur inn.
Nú, hjer ertu. Jeg fann þig ekki inni.
- Horfir hvast á Loft.
Loftur
Hvað viltu mjer?
Dísa
Biddu Loft að koma með okkur inn.
Ólafur
- við Dísu.
Því eruð þið hjer úti í kirkju á næturþeli? Æfirðu þig í hljóðfæraslætti um hánótt?
Dísa
Nei.
Loftur
Hvað viltu mjer?
Ólafur
Það er best fyrir þig að fara inn, Dísa. Þú