Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/123

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

119

Jeg verð að vera einn. Jeg kem, þegar sigurinn er unninn.

Það heyrist fótatak.
Dísa og Loftur hlusta ósjálfrátt.

Dísa

Það er pabbi!

Ólafur

kemur inn.

Nú, hjer ertu. Jeg fann þig ekki inni.

Horfir hvast á Loft.

Loftur

Hvað viltu mjer?

Dísa

Biddu Loft að koma með okkur inn.

Ólafur

við Dísu.

Því eruð þið hjer úti í kirkju á næturþeli? Æfirðu þig í hljóðfæraslætti um hánótt?

Dísa

Nei.

Loftur

Hvað viltu mjer?

Ólafur

Það er best fyrir þig að fara inn, Dísa. Þú