Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/124

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

120

ert ekki annað en barn enn þá. Jeg vil ekki varpa skugga á sál þína. Þú ert hjer, án efa, í óleyfi föður þíns.

Dísa

færir sig nær Lofti.

Við erum orðin ásátt um, að segja pabba frá því, að við sjeum trúlofuð.

Ólafur

Honum bregður. Snýr sjer að Lofti.

Er það nýskeð?

Loftur

Skiftir þig það nokkru?

Dísa

óróleg.

Því talið þið svona reiðilega hvor til annars? — Þið, sem eruð gamlir vinir?

Reynir að brosa.

Árnar þú okkur ekki hamingju?

Ólafur

Mig tekur það sárt, vegna þín og vegna sakleysis þíns, Dísa, en þú verður að heyra sannleikann. Loftur hefur verið einkavinur minn. Nú er það mín einasta ósk, að jeg gæti afmáð hann úr endurminningu minni. Jeg vil ekki vera einum degi lengur undir sama þaki og hann. Á