Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/125

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

121

morgun, þegar ráðsmaðurinn kemur heim, fæ jeg mig undireins leystan úr vistinni, og fer hjeðan að fullu og öllu. Jeg vil ekki draga að mjer sama loft og hann. Jeg vil ekki sjá sömu fjöllin.

Við Loft.

Hamingjan gefi, að þú verðir aldrei framar á vegi mínum.

Dísa

Hvað í ósköpunum hefur Loftur unnið til saka?

Ólafur

við Loft, rólegri.

Jeg hef orðsendingu til þín frá Steinunni, sem jeg lofaði að skila. Jeg hitti hana í stofunni hans föður þíns, sama daginn, sem hún druknaði. Aldrei hef jeg sjeð átakanlegri örvæntingu. En mjer fanst henni verða rórra, þegar hún hafði átt tal við mig. Jeg, heimskinginn, skildi ekki undireins, hvernig á því stóð.

Loftur

Geymdu orðsendinguna til morguns. Þá er jeg reiðubúinn til þess að taka á móti henni. Nú ekki.

Ólafur

Þú skalt heyra orðsendinguna nú!