122
- Heldur áfram frásögninni.
Rjett á eftir að hún var gengin út úr stofunni, sá jeg hana hlaupa niður völlinn, berhöfðaða, með sjal á herðunum. Þá skildi jeg hana. Jeg hljóp á eftir henni. Jeg hrópaði á hana.
- Hryggur.
Ef til vill hafa hróp mín hjálpað til að reka hana út í dauðann, því þegar hún heyrði mig kalla, fleygði hún frá sjer sjalinu og herti á hlaupunum. Hún hikaði ekki andartak á árbakkanum. Þegar jeg kom niður að ánni, var straumurinn búinn að taka hana, og það stóð ekki lengur í mannlegu valdi, að bjarga lífi hennar.
- Horfir heiftúðlega á Loft.
Það er þín sök, að hún drekti sjer.
Dísa
- við Loft. Röddin er máttvana af ótta.
Er þetta satt?
Loftur
Vertu alveg óhrædd, Dísa.
- Rómurinn er sterkur.
Steinunn hefur ekki drekt sjer. Ólafur hatar mig, vegna þess að hann elskaði hana, og ætlar að reyna að skelfa samvisku mína. Hann hefur sjálfur sagt, að hún hafi gleymt sjalinu sínu úti á engjum og hafi farið út til þess að sækja það, og hann hafi sjeð, hvernig stormurinn