Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/127

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

123

hrakti hana, og að henni varð fótaskortur á árbakkanum.

Ólafur

Heldurðu, að jeg hafi viljað láta jarða stúlku, sem jeg unni, utan kirkjugarðs! Og hugsaðu þjer móður hennar. Var það ekki nóg, að hún misti dóttur sína, þó ekki það bættist við, að hún væri uggandi um sáluhjálp hennar? Þegar jeg hljóp á stað heim, til þess að sækja hjálp, var jeg utan við mig af sorg og hatri. En á leiðinn kom jeg til sjálfs mín. Og þegar jeg sá sjalið hennar, datt mjer í hug, hvernig jeg gæti leynt þessu ógæfuverki, sem ofurefli örvæntingarinnar knúði hana til að fremja. Nú, þegar hún hefur fengið hvíld í gröfinni, get jeg sagt það.

Dísa

Þú hefur sagt mjer, að þú hafir ekki verið trúlofaður Steinunni.

Ólafur

við Loft.

Þá hefurðu logið.

Loftur

Jeg banna þjer að tala!

Ólafur

Geturðu þaggað samvisku þína?