Þessi síða hefur verið prófarkalesin
124
Loftur
Hlustaðu ekki á hann, Dísa. Jeg vil heldur segja þjer það sjálfur. Já, það er satt, jeg var trúlofaður Steinunni.
- Færir sig nær Dísu.
Dísa
- hopar.
Þú barst ekki meira traust til mín en svo, að þú laugst að mjer.
Loftur
Nei, þú mátt ekki yfirgefa mig. Þú ein átt alla ást mína. Mig sundlar og jeg steypist niður í undirdjúpin, ef jeg missi þig.
Dísa
- óumræðilega hrygg.
Hvernig á jeg að vita, hvort þú talar sannleika eða lygi?
Loftur
Getur þú ekki unnað mjer, þó að jeg sje syndugur? Sá, sem aldrei drýgir neina synd, er ekki manneskja.
- Vitfirringin grípur hann. Fortölur hans eru blandaðar lævísi og sjálfsþótta.
Dísa! Það er leyndardómsfull gleði í syndinni. Öll góðverk eru ábyrgðarlausar eftirlíkingar. Í syndinni verður maðurinn að sjálfum sjer. Syndin er upphaf alls hins nýja, — í óum-