Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/129

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

125

ræðilegri angist endurfæðir maðurinn sjálfan sig.

Dísa

Jeg skildi áðan, að þú ert veikur. Ólafur, — nú sæki jeg pabba.

Gengur hratt út úr kirkjunni.

Loftur

gengur eitt skref á eftir henni.

Dísa!

Dísa

fer, án þess að líta við.

Loftur

snýr sjer að Ólafi.

Djöfullinn hefur sent þig hingað. Sakleysi hennar var það eina, sem gat frelsað mig.

Ólafur

Þú tókst það ekki nærri þjer að yfirgefa stúlku, sem þú hafðir tælt til ásta við þig. Vera má, að þú dreypir nú sjálfur á sama kaleiknum.

Loftur

Farðu!

Ólafur

Já, jeg skal fara. En jeg ætla fyrst að halda loforð mitt við Steinunni, og bera þjer síðustu orð hennar, þó að þú sjert ekki verður að heyra þau. Hún bað mig að segja þjer, að allar sárar