Þessi síða hefur verið prófarkalesin
9
Blindi ölmusumaðurinn
Guð blessi ykkur.
Ölmusumennirnir
Guð blessi þig
- Bindi ölmusumaðurinn víkur til vinstri.
Telpan
Hingað, afi minn.
Blindi ölmusumaðurinn
Það er af gömlum vana, dóttir mín — frá þeim árum, þegar okkur var boðið inn í biskupsstofuna.
- Sest.
Hvað erum við margir.
Fjórði ölmusumaður
Við vorum sex fyrir.
- Kirkjuklukkurnar hringja.
Fyrsti ölmusumaður
Þetta er önnur hringing. Bráðum kemur herra biskupinn.
Vinnukonan
- kemur inn, gengur til telpunnar.
Biskupsfrúin vill finna þig. Hún sá þig og afa þinn úti á hlaðinu.