Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/13

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

9

Blindi ölmusumaðurinn

Guð blessi ykkur.

Ölmusumennirnir

Guð blessi þig

Bindi ölmusumaðurinn víkur til vinstri.

Telpan

Hingað, afi minn.

Blindi ölmusumaðurinn

Það er af gömlum vana, dóttir mín — frá þeim árum, þegar okkur var boðið inn í biskupsstofuna.

Sest.

Hvað erum við margir.

Fjórði ölmusumaður

Við vorum sex fyrir.

Kirkjuklukkurnar hringja.

Fyrsti ölmusumaður

Þetta er önnur hringing. Bráðum kemur herra biskupinn.

Vinnukonan

kemur inn, gengur til telpunnar.

Biskupsfrúin vill finna þig. Hún sá þig og afa þinn úti á hlaðinu.