Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/130

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

126

tilfinningar væru horfnar úr hjarta sínu. Hún bað mig að segja þjer, að hún hefði fyrirgefið þjer.

Loftur

Hún hefur ekki vald til að fyrirgefa mjer.

Ólafur

Fer nú samviskan að vakna?

Loftur

Þú heldur að Steinunn hafi ráðið sjer sjálf bana? Nei, það var jeg, sem drap hana! Mín ósk var í storminum. Mín ósk var í iljunum á henni, þegar hún hljóp, og þegar henni varð fótaskortur á árbakkanum. Mín ósk var í straumnum, sem tók hana. — Jeg hef selt sál mína.

Ólafur

hefur horft á Loft og skilur að hann er veikur. Leggur höndina á öxlina á honum.

Dísa kemur bráðum aftur með föður sinn.

Loftur

verður alt í einu óumræðilega glaður, tekur utan um vangana á Ólafi.

Það varst þú, sem varst með mjer uppi á Heljardalsheiði, þegar jeg fann jöklasóleyna. Þjer þori jeg að trúa fyrir öllu. Í nótt verð jeg sigurvegarinn! Særingar mínar skulu reka Gottskálk biskup grimma upp úr gröfinni, og