127
neyða hann til að láta af hendi við mig „Bók máttarins“.
- Óttasleginn.
Jeg veit, að góðu biskuparnir koma líka. Þeir munu ekki þola að heyra særingar í guðs húsi.
Ólafur
Reyndu að vera rólegur. Mundu eftir því að Steinunn hefur fyrirgefið þjer.
Loftur
- snýr sjer frá honum.
Guð almáttugur megnar ekki einu sinni að fyrirgefa mjer.
Ólafur
- gengur á eftir honum.
Þú getur ekki beðið guð um fyrirgefningu, því þú veist ekkert um guð, annað en það, sem þú hefur heyrt og þig hefur dreymt. Þú verður að fyrirgefa þjer sjálfur. Eða ef þjer er það um megn, verður þú að bíða dauðans. Loftur! Jeg hef heyrt dauðann tala. Það var ekki Steinunn, sem fyrirgaf þjer, — það var dauðinn.
Loftur
Fyrirgefning hins góða er friður. —
- Svipurinn og rómurinn er voldugur.
En fyrirgefning hins illa er forherðing. Því ætti jeg ekki að vera vondur maður? Þegar jeg