Þessi síða hefur verið prófarkalesin
128
fæ valdið, skal jeg nota það eins og svipu. Jeg skal ginna og kúga manneskjurnar til að syndga, svo þær fái að reyna sömu kvalirnar og jeg hef reynt.
- Gengur upp þrepin. Nemur staðar. Gýtur hornauga til hurðarinnar.
Ólafur
- gengur á eftir honum upp þrepin.
Vesalings maður!
- Stansar.
Jeg veit, að þú skilur ekki lengur orð mín, — en nú fyrirgef jeg þjer. Jeg fyrirgef þjer í nafni sólargeislans, sem einu sinni snerti á mjer höndina.
Loftur
- snýr sjer að honum. Augnaráðið er þungbúið og geigvænlegt.
Farðu nú!
Ólafur
Já, nú förum við báðir.
Loftur
- grípur í öxlina á Ólafi með heljarafli vitfirringarinnar, hrindir honum fram að hurðinni. Prjedikunarstóllinn skyggir á þá. Háreystin af sviftingunum heyrist litla stund. Hurðin marrar á hjörunum. Lyklinum er snúið.