Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/135

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

131

7.

Jafnvel frækornið, sem vindurinn ber, þekkir guð sinn.

Loftur

Guð þekkir frækornið og vindinn, og hann bænheyrir grasið undir snjónum. — Hvað kemur mjer það við? Mínar bænir heyrir hann ekki.

Raddir samviskunnar
8.

Myrkrið og skuggarnir lifa af ljóssins náð, þangað til gullsaumuðu himintjaldinu verður svift til hliðar.

Loftur

Þegið þið! Þegið þið!

Lýtur aftur til jarðar.

Gef mjer mátt þinn. — ĺklæð mig krafti þínum. — Hreinsa af mjer öll góðverk. ——

Raddir samviskunnar
Allar

Vei! Vei! Vei!

Gottskálk biskup grimmi

tilfinningarlaust.

Í dimmunni —

Loftur

hættir særingunum, þegar hann verður var við Gottskálk. Lítur til hans.
9*