Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/136

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

132

Gottskálk biskup grimmi

heldur áfram.

— áður en þú fæddist — klauf hið illa vilja þinn.

Loftur

ræður sjer ekki fyrir fögnuði, seilist eftir bókinni.

Loksins!

Steypist fram á ásjónu sína og deyr.


Ljósin slokna. Sýnin hverfur. Kirkjan er auð og tóm, eins og fyr. Tunglsljósið og skýjafarið fylla hana aftur leyndardómsfullu lífi.

Nokkru síðar eru dyrnar opnaðar hratt.

Dísa

að eins röddin heyrist.

Loftur! Loftur!

Hleypur til Lofts. Krýpur niður.
Biskupinn og Ólafur koma hratt á eftir henni.

Dísa

í örvæntingu.

Loftur!

Lyftir andliti hans upp; horfir á það með þögulli skelfingu.

Ólafur

stillilega.

Hann er dáinn.