Þessi síða hefur verið prófarkalesin
10
Telpan
- dregur sig feimin í hlje.
Blindi ölmusumaðurinn
Far þú, barnið mitt. Frúin vill þjer ekki annað en alt það besta. Jeg bíð eftir þjer.
- Vinnukonan og telpan fara.
Blindi ölmusumaðurinn
Hver stígur í stólinn í kvöld?
Fimti ölmusumaður
Dómkirkjupresturinn.
Blindi ölmusumaðurinn
Þegar herra biskupinn stígur ekki í stólinn, er söngurinn mesta ununin. Oft hefur mig undrað, að annað eins stórhýsi skuli vera jafn-mjúkraddað.
- Þögn.
Loftur
- kemur inn, svipast um.
Hjer eru þær allar í einum hóp, mögru kýrnar hans Faraós.
- Gengur til blinda ölmusumannsins, leggur höndina á öxlina á honum.
Jeg á ekki við þig. Ertu með þetta, sem jeg bað þig um að útvega mjer?