Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/15

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

11

Blindi ölmusumaðurinn

leysir utan af böglinum — gamalli bók í trjespjöldum.

Eigandinn sagði, að bókin væri ekki föl, en hann skyldi ljá þjer hana mánaðartíma, vegna þess að þú ert sonur ráðsmannsins og lærður maður.

Rjettir honum bókina.

Jeg lofaði að færa honum bókina aftur skilvíslega.

Loftur

blaðar í bókinni andartak.

Ef faðir minn spyr eftir mjer, skalt þú segja honum, að jeg sje lasinn og hafi lagt mig út af.

Tekur skilding upp úr vasapyngju sinni.

Hjerna er ofurlítil þóknun fyrir ómakið.

Opnar hurðina til vinstri, fer.

Fyrsti ölmusumaður

gýtur hornauga til hurðarinnar.

Hann á hægt með að skopast að okkur aumingjunum. Hann hefur aldrei þurft að svelta.

Blindi ölmusumaðurinn

Auðæfi eru ekki æfinlega til hamingju. Oft er óánægð lund samfara sífullum maga.

Fyrsti ölmusumaður.

Heyrt hef jeg því fleygt, að hann grúski í