Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/16

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

12

fleiri fræðum en þeim, sem lúta að prestskapnum einum. Þú ert ofgóður til að vera erindreki hans.

Blindi ölmusumaðurinn.

Yfir hverju býrðu, sem þú þorir ekki að segja hreinskilnislega?

Fyrsti ölmusumaður

Við þurfum ekki að fara langt aftur í tímann. Á dögum biskupsins sæla urðu nokkrir lærisveinar skólans uppvísir að því, að fara með galdur. Alt, sem hefur skeð, getur komið fyrir aftur.

Biskupinn í messuskrúða og ráðsmaðurinn kirkjuklæddur koma.

Allir ölmusumennirnir

standa upp.

Guð gefi herra biskupinum langa lífdaga .

Biskupinn

vingjarnlega.

Sitjið þið kyrrir.

Blindi ölmusumaðurinn sest, hinir standa. Ráðsmaðurinn gengur að skatolinu, dregur út skúffu, tekur upp peningastranga.

Biskupinn

jafn-vingjarnlega.

Mjer hefur borist til eyrna, að þið væruð