Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/18

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

14

hans skerf, og bæti því við hluta þess, sem er aumastur.

Ölmusumennirnir

þegja.

Ráðsmaðurinn

Biskupinn bíður eftir svari.

Rjettir biskupinum peningana.

Fyrsti ölmusumaður

Ekki er jeg minstur þurfamaðurinn, en jeg verðskulda miskunsemi yðar síður en hinir.

Biskupinn

kuldalega.

Jeg spurði ekki um það.

Úthlutar ölmusunum.

Takið þið nú hver sinn skerf, og biðjið guð að uppræta öfundsýkina úr hjörtum ykkar. Farið í friði.

Ölmusumennirnir lúta biskupinum, tauta þakkaryrði, fara.
Blindi maðurinn situr kyr.

Blindi maðurinn

riðar.

Jeg gaf þjer sól og stjörnur, og þú þakkaðir mjer ekki.