Þessi síða hefur verið prófarkalesin
15
Ráðsmaðurinn
- skrifar í reikningsbók.
Fengju þeir að ráða, skiftu þeir eignum stólsins á milli sín, án annarar heimildar en öfundarinnar.
Biskupinn
Stóllinn er svo efnum búinn, að guðs ölmusur þurfa ekki að fara hjeðan tómhentir.
- Biskupsfrúin kemur, staðnæmist í dyrunum.
Ráðsmaðurinn
Vegabætur og brýr myndu bæta hag bænda og auka tekjur stólsins. Þá gæti farið svo, að stóllinn fengi fjemagn til að byggja nýja kirkju, sem væri hærri undir ris en öll önnur hús á Íslandi.
Biskupinn
Jafnvel sá vesælasti ölmusumaður er musteri guðs, þó að það hrynji fyr en þau, sem bygð eru úr steini.
Biskupsfrúin
Ráðsmaðurinn ber umhyggju fyrir mörgu. Ert þú reiðubúinn að ganga í kirkju?
Biskupinn
Já, jeg er reiðubúinn, elskan mín.