Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/20

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

16

Biskupsfrúin

við blinda manninn.

Tátan þín kemur að vörmu spori, þegar búið er að greiða henni.

Við biskupinn.

Hún minti mig svo mikið á dóttur okkar, þegar hún var á hennar aldri, að mjer datt í hug að gefa henni einn af gömlu kjólunum hennar.

Ráðsmaðurinn

Hvenær er búist við að biskupsdóttirin komi heim?

Biskupsfrúin

án þess að líta við honum.

Við eigum von á henni á hverjum degi.

Biskupinn

ástúðlega.

Þú hlakkar til að sjá hana aftur.

Biskupsfrúin

gengur til dyranna.

Já, þetta hefur verið langt ár, þó að jeg vissi hana í góðra manna höndum.

Þau fara.

Ráðsmaðurinn

lokar skatolinu.

Veist þú, hvort sonur minn hefur verið hjer?