Þessi síða hefur verið prófarkalesin
17
Blindi maðurinn
Hann var hjer rjett áðan. Jeg átti að segja þjer, ef þú spyrðir eftir honum, að hann væri lasinn og hefði lagst útaf.
Ráðsmaðurinn
- áhyggjufullur.
Biskupinn saknar hans í kirkjunni.
- Opnar hljóðlega hurðina og hvíslar.
Loftur!
- Svipurinn verður innilegur. Hann hallar aftur hurðinni, snýr sjer að blinda manninum.
Jeg hef ekki geð í mjer til að vekja hann. Hann hefur efalaust vakað yfir bókunum fram á rauða-nótt.
- Brosir.
Hann var kallaður „litli biskupinn“, þegar hann var í bernsku, vegna þess, að hann var svo oft viðutan.
- Gengur til dyranna, nemur staðar.
Jeg hitti þig eftir messu.
- Fer.
Blindi maðurinn
- hlustar eftir fótatakinu, dregur upp stóreflis dröfnóttan vasaklút, skildingum er hnýtt í eitt hornið, hann bætir nýju skildingunum við, situr kyr.
2