Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/22

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

18

Loftur

kemur inn með bókina í hendinni, sest andspænis blinda manninum, horfir hvast á hann.

Hvað hefur þú verið lengi blindur?

Blindi maðurinn

Jeg hef ferðast nálega fjóra tugi ára í myrkrinu.

Ólafur

Þú hefur vafalaust þrásinnis óskað, að þú fengir aftur sjónina?

Blindi maðurinn

þegir stundarkorn.

Þekkir þú söguna um ferjumanninn og Þorlák helga?

Loftur

Nei.

Blindi maðurinn

Það var um hávetur, í frosti og skafrenningi. Ferjumaðurinn átti að flytja kapeláninn frá Skálholti yfir Hvítá. Þegar hann var kominn yfir ána, sátu þar 10 guðs ölmusur, og báðu um ferju heim til Skálholts. Af góðsemi gaf hann þeim öllum far. Báturinn varð of-hlaðinn og honum hvolfdi. Ferjumaðurinn var skinnvæddur, fötin fyltust af vatni og hann sökk til botns. Hann freistaði að vaða til lands. En þeg-