Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/23

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

19

ar hann megnaði ekki að halda lengur niðri í sjer andanum, hjet hann á Þorlák helga, og bað þess, að lík sitt mætti reka á land Skálholts megin. Þá sá hann hönd, sem sópaði vatninu burt frá vitunum á honum. Þetta skeði þrívegis, og ferjumaðurinn náði landi, heill á húfi.

Loftur

Því segir þú mjer þessa sögu?

Blindi maðurinn

Jeg hef þrásinnis óskað, að hönd guðs miskunnar sópaði myrkrinu burtu frá augunum í mjer.

Loftur

röddin logar af ákafa.

Ertu viss um, að ósk þín hafi verið nógu brennandi?

Blindi maðurinn

þegir.

Loftur

Jeg veit, að ósk mannsins getur gert kraftaverk. Hún hefur gert það fyr á tímum og gerir það enn í dag.

Vinnukonan og telpan koma inn. Telpan er í nýjum kjól, vinnukonan heldur á pynkli.
2*