Þessi síða hefur verið prófarkalesin
19
ar hann megnaði ekki að halda lengur niðri í sjer andanum, hjet hann á Þorlák helga, og bað þess, að lík sitt mætti reka á land Skálholts megin. Þá sá hann hönd, sem sópaði vatninu burt frá vitunum á honum. Þetta skeði þrívegis, og ferjumaðurinn náði landi, heill á húfi.
Loftur
Því segir þú mjer þessa sögu?
Blindi maðurinn
Jeg hef þrásinnis óskað, að hönd guðs miskunnar sópaði myrkrinu burtu frá augunum í mjer.
Loftur
- röddin logar af ákafa.
Ertu viss um, að ósk þín hafi verið nógu brennandi?
Blindi maðurinn
- þegir.
Loftur
Jeg veit, að ósk mannsins getur gert kraftaverk. Hún hefur gert það fyr á tímum og gerir það enn í dag.
- Vinnukonan og telpan koma inn. Telpan er í nýjum kjól, vinnukonan heldur á pynkli.
2*