Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/24

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

20

Telpan

hleypur til afa síns.

Findu, afi; jeg hef fengið nýjan, ljómandi fallegan kjól. Það eru kniplingar í hálsmálinu.

Vinnukonan

Já, hún er orðin stássleg. Biskupsfrúin ljet hana fara úr gömlu flíkunum og gaf henni alfatnað.

Blindi maðurinn

Mundirðu eftir að þakka frúnni?

Vinnukonan

Já, hún mundi eftir því.

Loftur

hefur starað forviða á telpuna, gengur til hennar og strýkur á henni kollinn.

En hvað hárið á þjer er silkimjúkt. Viltu vera unnustan mín?

Telpan hniprar sig upp að afa sínum. Loftur brosir.

Ertu feimin?

Tekur upp vasapyngjuna.
Kirkjuklukkurnar hringja.

Vinnukonan

leggur frá sjer pynkilinn.

Nú verðurðu sjálf að sjá um dótið þitt. Jeg verð að flýta mjer í kirkju.

Fer.