Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/25

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

21

Blindi maðurinn

stendur upp.

Við förum líka.

Loftur

heldur á silfurskildingi.

Geymdu hann í vasanum á fallega nýja kjólnum þínum.

Stingur skildinginum niður í vasa hennar.

Telpan

kyssir Loft.

Blindi maðurinn

á leið til dyranna, snýr sjer að Lofti.

Jeg óskaði þangað til, að það varð mjer til syndar. Þegar jeg ljet af að óska, fjekk jeg loksins frið í sálina.

Þau fara.

Loftur

horfir á eftir þeim andartak. Opnar bókina. Hún er í spjaldbindi. Upphafsstafurinn, letraður með rauðu bleki, tekur yfir hálfa síðu. Hann leggur bókina á borðið. Tekur lykil og opnar dragkistuna, krýpur, tekur bækur upp úr dragkistunni og hleður þeim í kringum sig. Er auðsýnilega að leita að einhverju.

Steinunn

kemur inn í dyrnar, í hálfum hljóðum.

Loftur!