Þessi síða hefur verið prófarkalesin
23
Loftur
- stendur upp.
Mjer þykir þú fallegust í hversdagsfötunum. Hvað viltu mjer?
Steinunn
- alvarleg.
Jeg þarf að tala við þig.
Loftur
Vinnufólkið er farið að stinga saman nefjum, — jeg sje það á þjer.
Steinunn
Nei.
Loftur
Hvað er það þá, sem þú vilt mjer?
Steinunn
- gengur þegjandi út að glugganum.
Loftur
- gengur á eftir henni, mýkir röddina.
Er það um ókomna tímann?
Steinunn
- krotar á rúðuna í leiðslu.
Einu sinni í sumar fanst mjer jeg hafa drýgt stóran glæp. Mjer fanst vera hráslagarökkur í stofunni, eins og það væri hjela á rúðunum. En rómur þinn þíddi hana.