Þessi síða hefur verið prófarkalesin
24
Loftur
- hefur staðið og horft á hana.
Heldurðu, að þú myndir sakna mín, ef jeg væri dáinn?
Steinunn
- snýr sjer að honum.
Þú veist það.
Loftur
- gengur að dragkistunni.
Jeg veit að þú yrðir sorgbitin fyrstu mánuðina. Ef til vill þangað til leiðið væri gróið.
- Krýpur aftur niður.
Þó að sár flestra manna grói fyr en sár jarðarinnar.
- Hleður fleiri bókum í kringum sig.
Steinunn
- með þykkju.
Jeg vildi, jeg mætti brenna öllum bókunum þínum.
Loftur
Hvað hafa þær unnið til saka?
Steinunn
- nærgætnislega.
Þú lítur svo þreytulega út. Þú vinnur alt of mikið. Það hefur engin manneskja þol til þess að vinna eins og þú, hvíldarlaust daga og næt-