Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/29

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

25

ur. Þú þarft þess heldur ekki. Jeg hef heyrt rektorinn dást að því, hvað þú værir lærður. Jeg er viss um, að þú gætir lokið náminu í vetur, þó þú litir ekki í bók framar.

Loftur

Það hygg jeg líka sjálfur.

Steinunn

En það geturðu ekki, ef þú ofbýður þjer og missir heilsuna. Þú ættir að minsta kosti ekki að neita þjer um svefn.

Loftur

í miðjum bókahlaðanum.

Því meira sem jeg les, því minna finst mjer jeg vita.

Steinunn

ráðþrota.

Öll metorðagirnd föður þíns safnast um þig, af því að þú ert einkabarnið hans. Jeg kvíði því stundum, að hún verði þjer of þung byrði.

Loftur

stendur upp.

Metnaður minn og föður míns eiga engar leiðir saman.

Steinunn

byrstari.

Hvað ætlarðu þjer sjálfur?