Þessi síða hefur verið prófarkalesin
26
Loftur
Jeg? — Jeg vil standa með alla visku mannanna á þröskuldi leyndardómanna.
Steinunn
- óttaslegin.
Leyndardómanna? Hvað áttu við?
Loftur
- þegir, rjálar við blöðin í bókinni.
Steinunn
- færir sig nær honum.
Vinnufólkið er farið að tala illa um þig. Það segir, að þú lesir í óguðlegum bókum. Það njósnar um þig. Það hefur heyrt þig tala út í loftið i einrúmi. Það heldur, að þú sjert á tali við anda.
Loftur
- stígur tvö spor.
Þeir, sem ekkert vita, leggja trúnað á alt.
Steinunn
Jeg hef ekki varað þig við fyrri, af því jeg veit, að faðir þinn er í svo miklu áliti, að hans vegna þorir það ekki að hafa þetta í hámæli. En ósvífni þess fer vaxandi. Það segist hafa sjeð þig úti í kirkjugarði um hánótt.