Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/32

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

28

Steinunn

hrædd.

Já, það hef jeg.

Loftur

Sá, sem vissi alt það, sem stendur á þeirri bók, yrði voldugastur maður jarðarinnar. Þess vegna tók Gottskálk hana með sjer í gröfina. Hann unni engum valdsins. — Jeg hef sjeð bókina.

Steinunn

í angist.

Þú!

Loftur

Hjer um nóttina lá jeg úti í kirkjugarði á legstaðnum hans. Sú hugsun læddist að mjer, að jeg ef til vill í svefni gæti stafað mig fram úr einhverju í henni. Biskupinn stóð frammi fyrir mjer, í rauðum hökli, og las upp úr bókinni. Hann hjelt henni svo hátt, að jeg gat ekki sjeð framan í hann. En blöðin undust saman, um leið og hann las, og hrundu niður eins og aska.

Horfir grimdarlega á Steinunni, talar eins og hann læsi upp úr bók.

Sá, sem af allri sálu sinni óskar annari manneskju dauðans, hann lúti höfði, horfi til jarðar og mæli: —

Hann verður gripinn af skelfingu.