Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/34

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

30

Það birtir yfir röddinni af ástúð.

Mjer hefur verið sagt, að alt óhreint hopi fyrir þeim, sem leiðir barn.

Hvíslar.

Loftur!

Loftur

stendur upp.

Jeg ætti að búa fjarri öllum mönnum. Mennirnir trufla mig. Hið ókunna hvíslar aldrei að mjer, nema þegar jeg er einn. Það hrökkva skærastir neistar af steinunum þegar þeim er slegið saman í myrkri. Einveran er myrkrið mitt. — Hvað skiftir það vinnufólkið, að jeg vaki? Jeg hef orðið þess var, að það hatar mig. Það er vegna þess, að jeg læt mjer ekki nægja jafn smásálarlegar óskir eins og það. Mínar óskir eru voldugar og takmarkalausar. Og í upphafi var óskin. Óskirnar eru sálir mannanna.

Steinunn

Heyrðirðu ekki hvað jeg sagði?

Loftur

Mjer gremst, að vinnufólkið skuli dirfast að tala illa um mig.

Háðslega.

Þegar jeg hugsa upphátt, heldur það að jeg sje á tali við anda.

Röddin breytist.

Jú, jeg heyrði hvað þú sagðir.