Þessi síða hefur verið prófarkalesin
31
Steinunn
Manstu, hvað langt er síðan þú hefur kyst mig? Þykir þjer ekki lengur vænt um mig?
Loftur
Jeg veit ekki, hvort mjer er það gefið, að geta þótt vænt um nokkura manneskju. Ef við gleymdum bæði, því sem hefur farið milli okkar, væri það óskeð.
Steinunn
Getur þú gleymt því?
Loftur
Því skyldi það ekki geta verið draumur?
Steinunn
Líkaminn hefur sitt minni.
- Háðslega.
Ertu hræddur við föður þinn?
Loftur
- óþolinmóður.
Þolinmæði mín er ekki takmarkalaus. Þú veist jafn vel og jeg, hversvegna við höfum neyðst til þess að fara í felur. Faðir minn myndi afneita mjer, ef það kæmist upp um okkur. Hann ljeti reka mig úr skóla. Og fengi jeg aldrei framar að opna bók, fyndist mjer að jeg vera blindur. — að hálfu ári liðnu, þegar náminu er lokið, get