Þessi síða hefur verið prófarkalesin
33
Steinunn
- gengur fast að honum.
Það máttu vita, að jeg hef engu gleymt, af því sem þú hefur sagt mjer. Jeg hef skrifað vígsluvottorðið, og kossarnir þínir hafa innsiglað það. Logandi lakkið getur ekki verið heitara, en kossarnir þínir voru. Og jeg hef tekið guð til vitnis. Hafi ást þín verið hræsni, eingöngu til að koma fram vilja þínum, þá hefur þjer skjátlast. Jeg er fátæk, og á engan vin.
- Hlær.
En þjer sleppi jeg ekki. Þú hefur gefið mjer styrk.
- Faðmar hann að sjer.
Jeg gæti brent þig upp til ösku í faðminum á mjer.
Loftur
Það getur einhver komið.
Steinunn
Mjer stæði á sama, hver kæmi. Jafnvel þó það væri faðir þinn. Jeg vildi einmitt óska að faðir þinn kæmi. Þú leynir mig einhverju.
- Horfir framan í hann.
Jeg vildi óska, að hann bæri logandi ljós upp að andlitinu á þjer, svo að jeg sæi þinn sanna svip.
- Sleppir honum.
3