Þessi síða hefur verið prófarkalesin
34
Loftur
- órólegur.
Jeg veit ekki hvort það er þín sök, en mjer finst jeg eiga í sífeldri baráttu við einhverja óumflýjanlega skyldu. Þú heimtar, að jeg hugsi sí og æ um þig og framtíðina, allar stundir dagsins. Jeg verð þess var, þó þú ekki nema lítir inn í stofuna. Það er næstum því orðið eins og ákæra, nú upp á síðkastið. Jeg get naumast risið undir því lengur. Hugsanir mínar verða að vera frjálsar.
- Snertir bækurnar, verður íbygginn á svipinn.
Ef til vill finn jeg aldrei það, sem jeg er að leita að.
Steinunn
Jeg hata bækurnar þínar.
Loftur
Sumir menn geta fundið á sjer, hvar vatnsæðar eru í jörðu. Þeir geta losað sálina frá líkamanum. Það get jeg líka.
- Horfir á Steinunni.
Þegar jeg kysti þig í fyrsta skifti, var sál mín utan við líkamann.
Steinunn
- hlær háðslega.
Var sál þín utan við líkamann!