Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/39

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

35

Loftur

Þú hlærð? Jeg skal segja þjer hvernig það atvikaðist.

Leiðir hana að bekknum, þau setjast.

Þú varst búin að vera hjer á staðnum nokkurn tíma, án þess að jeg veitti þjer eftirtekt. Kvöld eitt, þegar heitt var í veðri, fór jeg út, til þess að geta setið í næði yfir bókunum. Jeg heyrði einhvern syngja. Jeg gekk á sönginn. Þú sást mig ekki, því jeg dró mig í hlje á bak við stóran stein. Þú stóðst nakin úti í ánni, og jóst yfir þig vatninu. Jeg hef aldrei sjeð neitt, sem hefur haft jafn-djúp áhrif á mig. Jeg skalf af hræðslu.

Röddin hitnar.

Hefðir þú verið ein af selameyjunum, sem dansa á sjávarströndinni Jónsmessunótt, hefði jeg stolið hamnum þínum. Jeg hefði ekki skilað þjer honum, þó þú hefðir sagt mjer, að þú ættir mann og börn í sjónum. Jeg hefði viljað eiga þig sjálfur alla æfi, þó að það væri grimdarverk.

Færir sig nær.

Steinunn

stendur á fætur.

Loftur

stendur skyndilega á fætur, heldur fast utan um höndina á henni.

3*