Þessi síða hefur verið prófarkalesin
36
Nei, þú verður að hlusta á mig.
- Þau setjast aftur.
Frá þeirri stundu gat jeg ekki gleymt þjer. Eina nótt, þegar hugsunin um þig hjelt mjer andvaka, læddist jeg út. Jeg lagðist endilangur á bakið.
- Lokar augunum.
Sál mín seitlaði ofan í jörðina. Jeg stóð fyrir framan rúmið þitt og kysti þig. Þú hefur sjálf sagt mjer að sömu nóttina dreymdi þig, að jeg stóð við rúmstokkinn og kysti þig. Þú sást mig hverfa út úr dyrunum, þegar þú vaknaðir.
- Hann hefur lætt handleggnum utan um mittið á henni, og beygir sig niður að henni til þess að kyssa hana; í hálfum hljóðum.
Steinunn!
Steinunn
- stendur upp.
Sleptu mjer!
Loftur
- hlær.
Það sagðir þú líka, þegar jeg kysti þig í fyrsta skifti.
- Dregur hana ákaft að sjer og kyssir hana.
Við skulum fara upp í grænu lágina, þar sem við vorum stödd, þegar jeg vissi ekki hvort það