Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/41

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

37

var blóð mitt eða lækurinn, sem niðaði fyrir eyrunum á mjer.

Þau þegja bæði. Fótatak heyrist fyrir utan.

Ólafur

kemur inn, nemur staðar þegar hann sjer Steinunni, snýr sjer að Lofti.

Mjer datt í hug, að þú værir ekki í kirkju.

Ónáða jeg ykkur?

Loftur

ráðaleysislega.

Nei, nei.

Ólafur

dapur.

Fyrir mjer þurfið þið ekki að fara í neina launkofa. Jeg veit, að ykkur þykir vænt hvoru um annað.

Loftur

þegir.

Steinunn

horfir á Loft, gengur fram hjá Ólafi til dyranna.

Ólafur

Þarft þú að fara, þó jeg komi?

Steinunn fer.