Þessi síða hefur verið prófarkalesin
40
Loftur
- jafn-háðslega.
Þarf jeg þinnar fyrirgefningar við?
Ólafur
- á örðugt með að stilla sig.
Þú hefur samviskubit. Síðan jeg kom heim, hefurðu forðast að hitta mig einan. Þeim, sem finnur, að hann hefur gert öðrum manni rangt til, verður það oft á, að hata hann.
Loftur
Hvað sakar þú mig um?
Ólafur
Manstu eftir því, þegar við vorum litlir drengir og vorum í „brúðkaupsleik“? Þú áskildir þjer konungsdóttur úr framandi landi, og jeg —
- Innilega.
Jeg áskildi mjer Steinunni litlu, frænku mína.
Loftur
Þú mátt eiga konungsdótturina.
Ólafur
- ræður sjer varla.
Þú vissir, að það var jeg, sem sá um að Steinunn kom hingað. Þú stríddir mjer á henni, í hvert skifti sem jeg nefndi hana á nafn.
- Reiður.