Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/45

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

41

Þú vissir, að jeg unni henni hugástum. Vogaðu ekki að bera á móti því!

Loftur

hikandi.

Jeg vissi ekki, að þjer þætti svona vænt um Steinunni

Í álösunarróm.

Hvers vegna trúðir þú mjer ekki fyrir því, að þú elskaðir hana?

Ólafur

Þú vissir, að það var eina stúlkan, sem mjer þótti vænt um. Jeg hjelt það væri nóg.

Hryggur.

Þegar annarhvor okkar, á bernskuárunum, fann sjaldgæft blóm eða berjalaut, eignaði hann sjer staðinn. Við gáfum stundum hvor öðrum staðinn, en við stálum honum aldrei.

Sár.

Þá þurftum við merkjagarð á milli okkar.

Loftur

lágróma.

Jeg var ekki sjálfum mjer ráðandi.

Ólafur

Jeg hef reynt að afsaka þig. Þú ert yngri en jeg, og þú ert ákafur í lund. Jeg hef reynt að setja mig í þín spor: Hefði jeg getað breytt