Þessi síða hefur verið prófarkalesin
42
þannig gagnvart vini mínum? Hvernig stendur á því, að þú alt í einu varðst ástfanginn? Þú hafðir þó sjeð Steinunni áður. Langaði þig til að sannfæra þig um, að Steinunn væri mjer samboðin? Eða ertu eins og krakki, sem hefur meira gaman að leikfangi, ef hann veit, að öðrum leikur hugur á að eignast það?
Loftur
Þú hlífir mjer ekki.
Ólafur
Því færir þú enga vörn fyrir þig?
Loftur
Hvað viltu, að jeg segi?
Ólafur
Jeg bjóst við því á hverjum degi, að þú kæmir til mín. En þú ljest þjer ekki nægja, að svifta mig Steinunni. Þú sviftir mig líka vináttu þinni. Jeg óskaði ekki eftir að sjá þig eins og iðrandi syndara. Mig langaði til þess að sjá hamingju ykkar.
- Í ákafri geðshræring.
Jeg held, að jeg hefði getað rjett þjer höndina eins og bróður.