Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/47

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

43

Loftur

snortinn.

Jeg veit, að jeg hef breytt rangt gagnvart þjer.

Gengur til hans, segir stillilega.

Getur þú fyrirgefið mjer, Ólafur?

Ólafur

situr þegjandi.

Loftur

snýr sjer frá honum.

Mjer hefur sjálfum orðið mörg stundin angursöm.

Ólafur

stendur upp.

Jeg skal reyna að halda áfram að vera vinur þinn.

Bendir á bækurnar á hillunni. Röddin er gjörbreytt.

Þarftu að vera svona önnum kafinn við lesturinn? Þú ant þjer ekki einusinni svefns.

Loftur

Jeg les fleiri bækur, en þær, sem koma skólanum við.

Ólafur

Það mundi bæði hlægja þig og ergja þig, ef þú vissir, hvernig vinnufólkið talar um þig.

Stutt þögn.