Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/48

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

44

Loftur

Hvað segir vinnufólkið?

Ólafur

Það er hrætt við þig. Það heldur, að þú sjert í tygi við eitthvað yfirnáttúrlegt.

Loftur

Það er í annað sinn í dag, að jeg heyri þetta. Hafa biskupinn og faðir minn fengið veður af þessu?

Ólafur

Ekki enn.

Loftur

hlær kuldalega.

Það hlægir mig, að vinnufólkið er hrætt við mig.

Krýpur niður við bækurnar og hleður þeim gætilega niður í dragkistuna.

Ólafur

Jeg sagði upp í opið geðið á þeim, að þetta væri hjegóma-rugl. Því skyldir þú vera að reyna að komast í samband við myrkravöldin. Þú, sem fær allar óskir þínar uppfyltar. Enda trúi jeg ekki á nein yfirnáttúrleg völd, hvorki ill nje góð.

Loftur

Það er háðsleg gletni í röddinni.

Þegar við suðum valslappir og átum þær, til