Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/49

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

45

þess að verða sterkir, var þjer kunnugt um allar óskir mínar.

Ólafur

Þú átt við, að nú sje mjer ókunnugt um þær?

Loftur

lítur upp úr bókunum.

Hefur þú nokkurn tíma óskað þess, að þú þektir leyndardóma hinna framliðnu?

Ólafur

kuldalega.

Dauðir menn vita enga leyndardóma.

Loftur

stendur upp.

Þið þykist allir vera svo vitrir. Þeir rjettlátu fara til himna, en þeir ranglátu í eld glötunarinnar. En bækurnar hafa opinberað mjer nýjan sannleika. — Einu sinni var hauskúpa grafin upp úr gömlu leiði. Hún var dökkbrún af elli, alt holdið var rotnað af andlitinu, en augun voru lifandi og loguðu af angist. Sá maður hefur orðið fyrir þeirri hegning, að sálin fjekk ekki að losna við líkamann.

Ólafur

Trúir þú öllu, sem stendur í bókunum?