46
Loftur
Mjer er þetta minnisstæðara en margt annað, sem jeg veit með fullri vissu að er sannleikur.
- Opnar eina af bókunum, strýkur mjúklega yfir opnuna.
Sumum eru þessi teikn jafn óskiljanleg sem fuglasporin á sjáfarströndinni. Þó tala þau við mig, eins og þau væru lifandi. Þau geta glatt mig og hrygt. Þau kenna mjer æfagamla speki. Sálir framliðinna búa í bókunum.
Ólafur
- háðslega.
Já, eða lygar framliðinna.
Loftur
- þegir andartak.
Þú trúir ekki á yfirnáttúrleg völd. Þú neitar þó ekki, að það sje til eldur niðri í jörðunni, — undir fótunum á þjer, þó að þú hafir aldrei sjeð hann.
- Glottir.
Hann birtist aldrei öðruvísi, en eins og rauð kattarlöpp, sem leikur sjer að mönnunum. Eyðilegging er eðli hans. Og þó verður hann að þjóna mönnunum. Í upphafi tímanna hefur einhver vitringurinn tamið hann með gjörningum.
- Dularfullur.
Ef jeg opinberaði þjer, að eldurinn niðri í