47
jörðunni er ekki annað en skugginn af djöflinum, færirðu ef til vill að skilja mig.
Ólafur
Jeg fer að verða hræddur um, að þú sjert ekki með öllu viti.
Loftur
- röddin logar af æsingu.
Guð skapaði manninn úr leiri, en leirinn var brendur í eldinum. Þess vegna hafa fæstir vald yfir sjálfum sjer. Hugsaðu þjer þá veru, sem eldurinn er skugginn af. Ef einhver maður gæti tamið þá veru .... Hestar eru uppáhaldið þitt. Þú getur ráðið við hvaða ótemju, sem þú vilt. Jeg ætla mjer að beisla myrkrið.
Ólafur
- gengur að honum, rómurinn er þýður.
Jeg ber alvarlega umhyggju fyrir þjer, Loftur. Þú lifir ekki í veruleikanum. Þú lifir í sjúkum draumórum. Þú ofreynir þig. Þú verður að hvíla þig.
Loftur
- rólegri.
Enginn veit, hve mikið getur glatast á einu gálausu augnabliki. Ef til vill áttu einhver mikil sannindi að birtast, einmitt á því augnabliki, en enginn var reiðubúinn til þess að taka á móti