Þessi síða hefur verið prófarkalesin
49
Ólafur
- stendur þegjandi andartak, rómurinn verður harður og svipurinn ískaldur, gengur að Lofti.
Ertu leiður á Steinunni?
Loftur
- heldur áfram að lesa, svarar ekki. Hófadynur heyrist úti fyrir. Loftur lítur upp.
Hver skyldi koma svona seint til kvöldmeessunnar?
Ólafur
- í ákafri geðshræring.
Jeg bjóst við, að það mundi birta yfir andlitinu á þjer, þegar þú heyrðir Steinunni nefnda á nafn?
- Grípur í öxlina á Lofti og kippir honum upp úr stólnum.
Hefurðu hana að leiksoppi?
Loftur
- forviða.
Hvað gengur að þjer, maður?
Ólafur
Mjer eru ekki lengur kunnar óskir þínar. Það gæti verið, að þú þektir mig ekki heldur.
- Sleppir Lofti.
4