Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/53

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

49

Ólafur

stendur þegjandi andartak, rómurinn verður harður og svipurinn ískaldur, gengur að Lofti.

Ertu leiður á Steinunni?

Loftur

heldur áfram að lesa, svarar ekki. Hófadynur heyrist úti fyrir. Loftur lítur upp.

Hver skyldi koma svona seint til kvöldmeessunnar?

Ólafur

í ákafri geðshræring.

Jeg bjóst við, að það mundi birta yfir andlitinu á þjer, þegar þú heyrðir Steinunni nefnda á nafn?

Grípur í öxlina á Lofti og kippir honum upp úr stólnum.

Hefurðu hana að leiksoppi?

Loftur

forviða.

Hvað gengur að þjer, maður?

Ólafur

Mjer eru ekki lengur kunnar óskir þínar. Það gæti verið, að þú þektir mig ekki heldur.

Sleppir Lofti.
4