Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/54

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

50

Loftur

rjettir úr sjer.

Hver hefur beðið þig að skifta þjer af mínum málum?

Ólafur

tekur bókina.

Þú tókst frá mjer stúlkuna, sem jeg unni. Verðir þú henni ekki vænn, skaltu fá að kenna á því.

Brýtur spjaldbindið og kastar bókinni á gólfið.

Loftur

Ertu orðinn vitlaus?

Beygir sig og tekur bókina upp.

Dísa

stendur hlæjandi í dyrunum.

Jeg er komin!

Loftur

hissa.

Ert þú komin?

Dísa

Sjerðu mig ekki?

Hlær.

En hvað þið báðir eruð dauðans alvarlegir. Ætlið þið ekki að bjóða mig velkomna?

Heilsar þeim með kossi.