Þessi síða hefur verið prófarkalesin
50
Loftur
- rjettir úr sjer.
Hver hefur beðið þig að skifta þjer af mínum málum?
Ólafur
- tekur bókina.
Þú tókst frá mjer stúlkuna, sem jeg unni. Verðir þú henni ekki vænn, skaltu fá að kenna á því.
- Brýtur spjaldbindið og kastar bókinni á gólfið.
Loftur
Ertu orðinn vitlaus?
- Beygir sig og tekur bókina upp.
Dísa
- stendur hlæjandi í dyrunum.
Jeg er komin!
Loftur
- hissa.
Ert þú komin?
Dísa
Sjerðu mig ekki?
- Hlær.
En hvað þið báðir eruð dauðans alvarlegir. Ætlið þið ekki að bjóða mig velkomna?
- Heilsar þeim með kossi.