Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/55

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

51

Komdu sæll, Ólafur. Komdu sæll, Loftur.

Loftur og Ólafur

Komdu sæl, og velkomin heim.

Dísa

áköf.

Það er kvöldmessa. Jeg heyrði sönginn. Eru pabbi og mamma í kirkju?

Loftur

Já.

Dísa

hlær.

Jeg held þau verði hissa, þegar þau sjá mig. Hvernig hefur ykkur liðið? — pabba og mömmu og ykkur öllum?

Hún fer úr reiðfötunum á meðan hún er að tala.

Loftur

Okkur hefur liðið vel. En þjer?

Dísa

Mjer hefur liðið ágætlega. Dæmalaust er gaman að vera komin heim. Jeg reið í háa lofti á undan samferðafólkinu. Eruð þið þeir einu, sem ekki eru í kirkju?

Loftur

Já.

4*