Þessi síða hefur verið prófarkalesin
52
Dísa
- hlær.
O heiðingjarnir!
Ólafur
Steinunn frænka mín er ekki heldur í kirkju.
Dísa
Nú, hana þekki jeg ekki.
- Áköf.
Jeg var rjett búin að gleyma hestinum mínum.
- Við Ólaf.
Viltu flýta þjer að spretta af honum, svo hann geti velt sjer. Hann er löðrandi sveittur, blessuð skepnan.
Ólafur
- fer.
Dísa
- óðamála.
Hugsaðu þjer, hvað mig dreymdi í nótt.
- Hátíðleg.
Jeg sá stóran dökkjarpan hest koma á sundi yfir ána. Hann dró alla ána á taglinu upp að staðnum.
- Veifar handleggnum, til þess að sýna það. Gengur hratt að glugganum, opnar hann, bendir út.
Já, þaðan kom hann.
- Ómur af söng úr kirkjunni.