Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/59

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

55

Loftur

verður alt í einu hryggur.

Ó, hvað jeg þrái það heitt, að við bæði værum enn þá börn!

Dísa

hæglát.

Því segir þú það svona dapurlega?

Horfir á hann með athygli og ástúð.

En hvað þú ert orðinn fölur og tekinn í andliti. Hefur þú legið veikur?

Loftur

verður ákveðinn á svipinn.

Nei, jeg er heill heilsu.

Beygir sig, og fleygir bókunum flausturslega niður í dragkistuna.

Dísa

horfir á hann.

Hefurðu orðið fyrir nokkru mótlæti?

Loftur

svarar ekki.

Dísa

alt í einu.

Jeg veit, að þú hlakkaðir til þess að fá að fara til útlanda, eins og faðir minn, til þess að verða